Sannar gubbusögur



MSN-ið mitt

Sindri
Maísól
Orri ofstuðlari
Daria
hóra
Katrin
Lára
Svandís
Anna og systur
Andri Ó
Gestur
Sandra
íslenskunemi
Elín
Dagur
Halla
Alma
Sverrir Joð
Patrekur 85
Patrekur 5
Ingi
Tobbi
bossabarn
Atli Viðar
bíólingur
bíóvin
tár hjartarins
mafían
Jakob
Þórdís
Þórdís frænka
Mitt malasíska heimilsfang:   
Ugla Egilsdottir  
c/o Mr Hakim B. Mansor  
no 12, Lorong m.p 1/12  
Manjong Point syeksyen 1   
32040 Sri Manjong,   
Perak Darul Ridzuan, Malaysia   
~ sunnudagur, nóvember 30, 2003
 
Lífsreynslusaga


Góður vinur mömmu til margra ára heitir Robert og er breskur. Hann gerðist búddamunkur þegar hann var sautján ára og kom til Íslands til að búddast eitthvað í nokkur ár þegar hann var svona þrítugur. Á Íslandi hafði hann það hlutverk að vera tengiliður Tælendinga á landinu við égveitekkihvað. Robert gekk alltaf í appelsínugulum kufli og kallaði sig Damanando þegar sá gállinn var á honum.
Þegar hann átti afmæli var alltaf fagnað með pompi og prakt í risastórum sal. Allir Tælendingar á Íslandi virtust samankomnir undir einu þaki og skemmtunin var eftir þeirra sið. Ég fór á skemmtunina þegar ég var níu ára með mömmu. Við fengum að sjá alls kyns dansa og atriði. Atriðin voru kynnt á útlensku og ég skyldi voða lítið sem var sagt.
Allt í einu fannst mér eins og næst ættu krakkar að koma á sviðið og dansa. Ég var náttúrulega komin langfyrst upp á svið og byrjuð að dilla mér. Mér fannst ég vera svona frekar ein á sviðinu svo ég reyndi að draga einhverja krakka með mér sem ég kannaðist við. Mér til mikillar undrunar neituðu allir sem ég þekkti að koma.
Stuttu síðar voru nokkrar stelpur komnar í viðbót, allar höfðinu minni en ég og íklæddar glæsilegum tælenskum búningum, og einhver gæi gekk á röðina og spurði stelpurnar út í fötin. Ég var lengst úti á vinstri endanum. Mig fór að gruna að þetta væri annað og meira en einfalt dansatriði sem ég var að taka þátt í, kannski var þetta þjóðbúningakeppni. ,,Sjitt, ég er ekki einu sinni í íslenskum kjól, hvað þá tælenskum.“ Mamma hafði keypt kjólinn sem ég var í þegar hún var í Finnlandi. ,,Ég vildi að ég hefði komið í lopapeysunni sem ég fékk frá langömmu“ hugsaði ég og hljóp út af sviðinu.
Ég hljóp til mömmu en hún var ekki til viðtals, hún var í þvílíku hláturskasti að ég hef ekki séð annað eins. Ég spurði hana: ,,Mamma, er þetta nokkuð þjóðbúningakeppni?“. Mamma engdist svo átakanlega í hláturskrampa að einhver kona kom mér til hjálpar og sagði: ,,Nei elskan mín þetta er allt í lagi. Þetta er ekki þjóðbúningakeppni… þetta er fegurðarsamkeppni.“
Og konan dró mig aftur inn á svið og ég hefði eins getað klætt mig úr öllum fötunum, svo vandræðalegt var þetta orðið. Ég sem var alin upp við það að fegurðarsamkeppnir væru það hallærislegasta í víðri veröld stóð uppi á sviði með stirðnað bros og eldrauðar kinnar af skömm. Og allir í salnum héldu að ég hefði hlaupið út af því að ég væri svo hrædd við að tapa.
Ég á mynd af mér í þessu ástandi, næstu ár á eftir faldi ég myndina einhvers staðar niðri í geymslu. Og þannig er nú það, ég hef sem sagt tekið þátt í fegurðarsamkeppni. Ég vann ekki.
Comments: Skrifa ummæli

Powered By Blogger TM