Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ föstudagur, nóvember 28, 2003
Ég ætla, eins og ég hef sagt, að segja frá sjaldséðum geisladiskum sem ég á í fórum mínum. Í dag ætla ég að taka fyrir söngleikjadisk sem var mér mjög kær í nokkur ár. Ég keypti diskinn fyrir tilviljun á Amazon. Ég hef ekki séð söngleikinn en ég hef forvitnast um söguþráðinn á netinu. Söngleikurinn heitir Ruthless. Hann fjallar um átta ára stelpu, Tinu Denmark, sem er hrikalega hæfileikarík, syngur og dansar allan daginn. Mamma Tinu er aftur á móti hæfileikalaus og lifir fyrir dóttur sína. Æðsti draumur Tinu er að fá að leika Línu Langsokk í leiksýningu skólans. Kennarinn sem velur í hlutverkið er hins vegar bitur leikkona sem er full af fróðleik um hvað lífið er erfitt. Hún vill endilega að barnið fái að kynnast sárindum heimsins strax í þriðja bekk og eftirlætur laglausustu og heimskustu stelpunni í skólanum hlutverk Línu. Tina drepur laglausu stelpuna og er send á heimavistarskóla Daisy Clover fyrir geðsjúkar ljóskur. Á meðan uppgötvar mamman leynda hæfileika sína og slær í gegn sem Broadway stjarna. Mömmunni og Tinu sinnast út af þessu en í lokin sættast þær og syngja saman. Ef maður hefur á annað borð gaman að söngleikjum þá er þessi diskur mesta gersemi sem finnst á jörðinni. Ef mér skjátlast ekki þá lék Britney Spears í einhverri uppfærslu af leikritinu löngu áður en hún sló sjálf í gegn í einhverju litlu leikhúsi. Á disknum syngur þó Lindsay Ridgeway Tinu en ekki Britney Spears svo óaðdáendur þurfa engu að kvíða ef þeir kaupa sér diskinn.
Comments:
Skrifa ummæli
|