Sannar gubbusögur



MSN-ið mitt

Sindri
Maísól
Orri ofstuðlari
Daria
hóra
Katrin
Lára
Svandís
Anna og systur
Andri Ó
Gestur
Sandra
íslenskunemi
Elín
Dagur
Halla
Alma
Sverrir Joð
Patrekur 85
Patrekur 5
Ingi
Tobbi
bossabarn
Atli Viðar
bíólingur
bíóvin
tár hjartarins
mafían
Jakob
Þórdís
Þórdís frænka
Mitt malasíska heimilsfang:   
Ugla Egilsdottir  
c/o Mr Hakim B. Mansor  
no 12, Lorong m.p 1/12  
Manjong Point syeksyen 1   
32040 Sri Manjong,   
Perak Darul Ridzuan, Malaysia   
~ þriðjudagur, ágúst 05, 2003
 
Núna er ég í París. Ég bý á efstu hæð risastóru húsi. Vaskurinn er í herberginu mínu en klósettið er á ganginum. Á milli er hurð sem er læst með tveimur lyklum, hvorum lyklinum er snúið tvisvar sinnum til að opna og tvisvar sinnum til að loka. Húsið er svona hundrað ára gamalt eins og þorri húsanna í París. Á klósettinu er svo alveg einstaklega traustvekjandi stigi sem liggur upp á þak þessa 26 hæða húss. Þangað get ég farið og lesið á kvöldin ef ég hef áhuga á því. Ég hef ekki sérstakan áhuga á því.

Þessa dagana er ofsalega heitt, um 42 stiga hiti í skugga. Það hitnar bara með hverjum deginum og ég afklæðist með hverjum deginum. Ég bíð bara eftir því að ég mæti nakin í frönskuskólann. Talandi um frönskuskólann þá er ég í honum fjóra tíma á dag. Á morgun er þriðji dagurinn minn. Mér finnst ég ofsalega ótalandi og óskiljanleg sem gerir mér erfitt fyrir þegar ég þarf sárlega á því að halda að tala. Þegar ég er að reyna að segja eitthvað en man ekki orðin það reyti ég af mér hárið og veina eins verkfæri djöfulsins.

Á sunnudaginn fór ég á tónlistarsafn þar sem ég fór í gegnum átta sali með heyrnartól á hausnum. Í sölunum voru mismunandi þemum barrokk, tónlist frá Indónesíu og þvíumlíkt og fleira. Svo horfði maður á hljóðfæri í gegnum gler sem var í öllum sölum og heyrði tónlist sem er fyrir viðkomandi hljóðfæri. Og viti menn þetta var svona ótrúlega skemmtilegt. Ég átti hálft í hvoru von á leiðinlegri tónlist en það var sko ekkert svoleiðis.

Svo labbaði ég út úr safninu og sá að það var bara hluti af stóru svæði með fleiri söfnum. Og ég labbaði í gegnum nokkra garða og sá að þar var fallegt. Ég gekk garð úr garði og kom loks að risavaxinni byggingu, vísindasafninu. Ég labbaði yfir brú sem lá inn í safnið. Þegar ég var komin hálfa leið sá ég að þetta var ekkert venjulegt safn þetta var ofvaxið virki með tilheyrandi síki. Síkið var fyllt grænu vatni. Hvort það var grænt af krókódílunum eða mengandi efnum er mér ekki kunnugt um. Svo sá ég að ég var ekki að labba yfir venjulega brú heldur hæstu brúna af níu. Og ofan á allt var þetta glerbrú.
Ég átti eftir að taka fram að ég var ein á ferð, eins og á flestum ferðum mínum hér í París. Þangað til þarna hafði ég reynt að fela lítilmáttarkenndina yfir að vera í stórborg eins vel og ég gat. En hvort það var út af því að ég var skræfa eða af því að öll mín hræðsla braust út í hræðlu við allt þetta stóra og háa þá spratt allt í einu upp ofsafengin lofthræðsla í kroppnum mínum. Því hef ég aldrei fundið fyrir áður. Ég hallast á flóknari útskýringuna enda á ég ekki einn heldur tvo frænda sem eru geðlæknar og annar er meira að segja sálgreinir.
Eftir um hálftíma hægagang var ég komin inn á safnið. Þar tók ekki betra við. Allt út um allt og sjötíu hæðir. Ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera, svo ringluð var ég. Þá ákvað ég að koma aftur seinna.

Ég er duglegri en nokkru sinni fyrr að skrifa alvöru bréf. Ég er búin að vera hérna í hálfa viku og ég er búin að skrifa heilar fjörutíu blaðsíður, bara í bréf. Reyndar er ég ekki búin að senda neitt ennþá en það kemur með tímanum. Núna finnst mér ofsalega gaman að skrifa bréf, ég ætla að setja það á áhugamálalistann minn. Ef einhvern langar ofsalega í bréf frá Frakklandi þá má sá hinn sami skrifa heimilisfangið sitt á kommentakerfið mitt og hver veit? Kannski fær hann/hún sjötíu og fimm óskiljanlega handskrifaðar síður í pósti frá París. Og kannski ekki. Kannski missi ég áhugann á að skrifa bréf eftir tvo daga. En endilega skrifið heimilisföngin ykkar eftir því ég gleymdi líka Skaramúss á Íslandi og get því ekki skrifað nema svona þremur manneskjum bréf, og það eru margar blaðsíður á mann.
Comments: Skrifa ummæli

Powered By Blogger TM