Sannar gubbusögur



MSN-ið mitt

Sindri
Maísól
Orri ofstuðlari
Daria
hóra
Katrin
Lára
Svandís
Anna og systur
Andri Ó
Gestur
Sandra
íslenskunemi
Elín
Dagur
Halla
Alma
Sverrir Joð
Patrekur 85
Patrekur 5
Ingi
Tobbi
bossabarn
Atli Viðar
bíólingur
bíóvin
tár hjartarins
mafían
Jakob
Þórdís
Þórdís frænka
Mitt malasíska heimilsfang:   
Ugla Egilsdottir  
c/o Mr Hakim B. Mansor  
no 12, Lorong m.p 1/12  
Manjong Point syeksyen 1   
32040 Sri Manjong,   
Perak Darul Ridzuan, Malaysia   
~ fimmtudagur, júní 12, 2003
 
Stallsystir mín og vinkonusystir er skiptinemi. Hún er úti í Costa Rica. Ég hef ekki sent henni bréf reglulega en mig greip í dag ógurleg löngun til að hringja í hana. Í því skyni keypti ég svokallað Heimsfrelsi eða eitthvað svoleiðis fyrir þúsundkall, með því get ég talað við Védísi í rúman hálftíma. Svona kort fást til dæmis í Melabúðinni, þar sem ég einmitt keypti kortið. Þetta varð að vera þaulskipulagt hjá mér. Það er vegna þess að ég er ein heima núna yfir helgina sem gerir tímaskyn mitt frekar flöktandi og Melabúðin lokar klukkan akkúrat átta. Alltaf þegar ég ætla að kaupa eitthvað í Melabúðinni sem fæst ekki annars staðar þá missi ég af því vegna þess að ég uppgötva þessa kaupþörf yfirleitt ekki fyrr en klukkan hálfníu. En nú voru fleiri efni í lauknum og ég náði að kaupa kortið klukkan 5 mínútur í átta. Síðan varð ég að bíða til tíu því að sögn Höllu, systur Védísar, er skólinn ekki búinn fyrr þarna úti. Ég var tilbúin þegar klukkan sló tíu með heimskortið, gemsann og heimasímann. Einnig var ég öllu búin með spænsk-enska orðabók, kennslubók í spænsku og servíettu með númerinu og svona þrjúhundruð frösum krotuðum um alla servíettuna sem ég var búin að æfa mig að segja. Meðal frasanna á servíettunni var:
Hola, Buenos días. Me llamo Ugla. Hablo muy mal espanol porque soy de Islandia. Soy una alumna en la escuela de Védís en Islandia. Está Védís allí? Puedo hablar con ella? (Ég finn ekki öfuga spurningamerkið á tölvunni). Sabes cuando vuelve?
Ég var semsagt tilbúin til að tala fósturforeldra Védísar alla leið til Kúbu án nokkurra vandkvæða. Ég var um það bil hálftíma að stimpla inn allar þessar tölur á heimasímann því hann lét ekki að stjórn og neitaði að meðtaka allra síðustu tölurnar. Já því miður þarf hver einasta tala að komast inn í kerfið, maður sleppur ekki með 32 ef 33 er krafist. Því notaði ég gemsann í næsta skipti. Móðir Védísar svaraði. Ég horfði á handritið og þuldi eftir bestu getu:,,Hola. Soy de Islandia y soy una amiga de Védís......". Ég komst ekki lengra því mamman byrjaði að tala ofsalega hratt á spænsku, ég rétt náði að grípa síðustu orðin:,, Está en el collegio." Ég endurtók:,,Collegio, collegio..sí, sí, le comprendo!" Hún hélt áfram jafnvel enn hraðar. Ég greip orðabókina og fletti upp á milli þess ég stundi upp: ,,sí.....ir a leer en un libro, un.....libro de....de orala-lo, hérna orðabók.........æi ohh! Hérna could you say this again I´ve got like this wordbook too flett up in." Eftir að hún hafði farið með alla romsuna aftur var ég mikið betur sett:,, Your first word, did that start with a c or an s?" Konan gafst upp á að reyna að tala við mig spænsku og fór að tala við mig á ensku, mér til mikillar armæðu. En það var hræðilegt samband, enda hringdi ég úr gemsa, og það slitnaði. Ég verð bara að hringja aftur á eftir því það eina sem ég skildi í þessu innihaldsríka samtali okkar var að hún Védís væri ennþá í skólanum, hún hlítur að koma einhvern tímann heim.

Í dag og í gær hef ég verið að útbúa atriðisorðaskrá fyrir kennslubók í sálfræði. Það er bara nokkuð gaman, verð ég að segja.
En nú ætla ég að reyna að hringja aftur í Védísi.
Orðskýring færslunnar: lauslætispar sem þýðir ósamstætt bollapar.
Comments: Skrifa ummæli

Powered By Blogger TM