Sannar gubbusögur



MSN-ið mitt

Sindri
Maísól
Orri ofstuðlari
Daria
hóra
Katrin
Lára
Svandís
Anna og systur
Andri Ó
Gestur
Sandra
íslenskunemi
Elín
Dagur
Halla
Alma
Sverrir Joð
Patrekur 85
Patrekur 5
Ingi
Tobbi
bossabarn
Atli Viðar
bíólingur
bíóvin
tár hjartarins
mafían
Jakob
Þórdís
Þórdís frænka
Mitt malasíska heimilsfang:   
Ugla Egilsdottir  
c/o Mr Hakim B. Mansor  
no 12, Lorong m.p 1/12  
Manjong Point syeksyen 1   
32040 Sri Manjong,   
Perak Darul Ridzuan, Malaysia   
~ þriðjudagur, júní 10, 2003
 
Þýðing færslunnar: að bella glaumi sem þýðir að gera að gamni sínu.

Ég er hætt við að fara til Frakklands, landsins þar sem vínið er bruggað.

Í gær fór ég á ættarmót með Mörtu, stjúpmóður minni, í hennar ætt. Þar hitti ég fyrir Hildi stjúpfrænku og MH-ing en síðast en ekki síst hitti ég tvo eitilharða Bandaríkjamenn til þrjátíu ára. Þegar ég hugsa út í það þá hef ég varla hitt Bandaríkjamenn, allavega ekki í neinu magni, fyrir utan eitt skipti þegar ég fór til Orlando í viku þegar ég var 11 ára. Ég hef eiginlega ekki litið á Bandaríkin sem raunverulegan stað með fólki sem er í alvörunni eins og fólk í amerískum bíómyndum. Ekki frekar en ég lít á Ísland sem stað þar sem þú getur hitt fyrir fólk eins og Gunnar á Hlíðarenda. Reyndar voru þessir Bandaríkjamenn fæðingjar Íslands (takið eftir þessu ofsalega fimbulfambslega orðavali) en höfðu búið svo lengi þarna úti að mér fannst þau sem klippt út úr Guiding Light. En þetta var hreint ágætisfólk og yndislegt. Mér lék að sjálfsögðu nokkur forvitni á að vita hver afstaða þessa prýðisborgara var til .....ja til dæmis Bandaríkjastjórnar og Íraksstríðsins og hvort þau kusu Bush eða Gore. Konan benti á manninn sinn þegar hann var í myndatöku og hvíslaði hæðnislega:,,sjáðu! Hann er að reyna að ná myndapósunni hans Bush" og virtist það vera til marks um pólitískar skoðanir mannsins. Ég gat ekkert að því gert en mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds og var að því komin að kalla á Eyjólf. Það sýnir fram á hversu óumburðarlynd ég er hversu fast ég þurfti að bíta í tunguna í það skiptið. Þarna stóð ég frammi fyrir manni sem var hafði með atkvæði sínu kosið hinn sérkennilega George Bush yfir heimsbyggðina. En ég vildi auðvitað haga mér vel á ættarmóti sem Marta mín bauð mér á og ég hélt ró minni. Seinna um daginn spjölluðum við konan hans um þessi mál og hún sagðist aldrei hafa sagt manni sínum hvað hún kaus. Hún trúði mér þó fyrir því að hafa kosið Al Gore. Hún sá alls ekki eftir því. Mér fundust okkar samræður mjög merkilegar og mér fannst athyglisvert að heyra skoðanir Bandaríkjamanns á heimsmálunum.

Mér fannst Clinton góður forseti. Ég held að hann hafi verið einn sá albesti sem Bandaríkjamönnum hefur hlotnast. Eftir allar íhlutanir og viðskiptabönn af hálfu Bandaríkjanna er ekki óeðlilegt að þau eignist óvini. Stjórnin hefur þó ávallt ræktað slíkan óvinskap og samskipti þjóðarinnar við Kúbu, Víetnam og fleiri ríki hafa um langt skeið verið ógleðileg. Svo kom Clinton og var duglegastur allra við að þýðast óvinaríki. Einhvers staðar verða góðir að vera og gott ef þeir hafa ekki stundum verið forsetar Bandaríkjanna. En George Bush var greinilega ekki alls kostar sáttur við þetta og vill sumsé hasar á sínum valdaferli. Hvort það er til þess að komast í sögubækur er mál sem ég get ekki tjáð mig um að svo stöddu.

Á ættarmótinu, sem var haldið í sumarbústað á Apavatni, var mér boðið í göngutúr. Í göngutúrnum var mér sýnt hreiður. Ó hvað það voru sætir litlir ungar í hreiðrinu, ó ó ó.

Í dag fór ég í bæinn. Ég leit við í bókabúð Máls og menningar og sá þessa líka fínu rússnesku orðabók. Ég fór líka á bókasafnið og skoðaði fullt af skemmtilegum bókum. Ég sá Engla alheimsins á Ítölsku og fullt af mannkynssögubókum sem ég lá yfir í nokkra klukkutíma. Mér finnst nefnilega svo gaman að lesa um bæði frönsku og rússnesku byltinguna þessa dagana. Í bænum sneiddi ég hins vegar algjörlega fram hjá öllum geisladiskabúðum vegna þess að ég hef stundað það um allnokkurt skeið að hlusta á diska þar. Það er nú ekkert skrítið en upp á síðkastið hef ég hlustað alltaf á sama diskinn, og ekki nóg með það heldur sama lagið líka, aftur og aftur í svona kukkutíma í senn, búð úr búð. Ég verð rosalega feimin þá og finnst ég verða ofsalega hallærisleg allt í einu. Ég vil helst ekki vera hallærisleg, ekki nema í smáskömmtum, þess vegna verð ég að passa mig smá á þessu. En góða nótt kæru blogglesendur og skrifendur, góða nótt.
Comments: Skrifa ummæli

Powered By Blogger TM