Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ sunnudagur, júní 15, 2003
Ég var að vafra um netið og rakst á athyglisverða grein sem innihélt meðal annars eftirfarandi efnisgrein: Það er nóg komið af því að börnum á Íslandi sé mismunað fyrir að vera greind á mismunandi sviðum. Snillingar í smíði, tónlist, myndlist, íþróttum, samskiptum og fjölmörgum öðrum sviðum fá ,,lélegt á samræmdu”. Þau eru stimpluð ,,léleg í skóla” og jafnvel ,,heimsk” því samræmdu prófin eru ,,hið eina sanna viðmið” um verðleika nemendanna. Það er nóg komið af því að krakkar þurfi að glíma við brostna sjálfsmynd vegna ofuráherslu á gamlar hugmyndir. Það er kominn tími til að breyta. Ég get ekki mótmælt þessu, síður en svo. Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst klausan stinga eilítið í stúf við við andlegan brag síðunnar. Þetta er ekki beinlínis efni í pistil á síðu SUS, en eins og margir vita þá eru ritstjórar þeirrar síðu frekar hallir undir stefnu stjórnarflokks nokkurs sem vill svo til að er einmitt nákvæmlega sá sem samræmdi stúdentspróf á dögunum. En greinarhöfundur sagði fyrr í greininni: Oft heyrast háværar raddir um ,,jafnrétti til náms” eða ,,jöfn tækifæri til náms” og er þá vísað til þess að öllum eigi að bjóðast sams konar nám og engum má mismuna. En í raun er ekkert eins ósanngjarnt og sama meðhöndlun ólíkra einstaklinga. Ef mér skjátlast ekki þá eru orðin innan gæsalappanna runnin úr umræðu um að öllum ætti að vera tryggt nám við sitt hæfi, nám sem hentaði þeim. Og ég man ekki betur en að þessum ágætu slagorðum hafi fylgt tal um að efla ætti iðnnám og verklegt nám svo fleiri gætu fundið sína hillu, að hjálpa ætti nemendum í fjárkröggum svo þeir gætu nú haldið áfram að læra og fleira nytsamlegt. En sjálfstæðismaðurinn ungi sem skrifaði greinina virtist standa í þeirri meiningu að jöfn tækifæri þýddu að allt ætti að vera niðurnjörvað. Ég skil ekki þessa tengingu. Á hvern var þessi grein stíluð? Átti þetta að heita áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Það þykir mér furðulegt þar sem þetta samræmist engan veginn þeirra samræmdu stúdentsprófum. Eða var þetta opin dagbók manns sem var að hugsa um að skipta um flokk?
Comments:
Skrifa ummæli
|