Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ fimmtudagur, maí 01, 2003
Margir hafa verið að skrifa um fóbíur sínar. Mín skemmtilegasta fóbía var ostafóbían mín sem ég var einmitt með í svona átta eða níu ár. Í fyrstu fannst mér ostur bara mjög vondur og sneiddi hjá honum í flestum tilvikum. Faðir minn var ekki par hrifinn af því svo hann lét mig alltaf borða ost einstaka sinnum. Seinna varð ég soldið hrædd um að pabbi minn setti ost í matinn minn án þess að ég vissi, til þess að ég vendist honum, eftir yfirlýsingar hans í þá veru. Síðar fór ég að forðast allar ostatengdar vörur, hélt að það leyndist ostur í fleiri matartegundum en raun bar vitni. Ég hélt til dæmis að það væri ostur í sour cream & onion snakki og súkkulaðikökum. Í pítsupartýum var ég mjög geðsleg, enda skóf ég allan ostinn (og deigið) af pítsusneiðunum mínum mjög gaumgæfilega og hrúgaði á lítinn disk. Á meðan horfðu félagar mínir á hrúguna með klígjukenndu augnaráði og ældu með dramatísku látbragði. Upp úr þessu spratt oft hin skemmtilegasta atburðarás og mjög svo athyglisverð samtöl. Fóbíur geta oft verið hin nytsamlegasta dægrastytting. En að lokum var ég komin með miklar samsæriskenningar í þá veru að aðaláhugamál föður míns væri að reyna að koma upp í mig osti án minnar vitundar. Þetta varð efni í miklar martraðir. Ég hélt líka að pabbi minn mundi gera samning við fólk um að klekkja á mér, ég treysti orðið engum í matarmálum. Mín stærsta martröð var orðin að ég mundi borða eitthvað af áfergju og síðan myndi faðir minn lýsa því yfir með miklu glotti að ég hefði verið að borða ost. Þá myndu allir fatta að mér þætti ostur kannski ekkert svo geðveikislega vondur. Þess vegna brá ég á það ráð að láta eins og mér þætti barasta allur matur vondur, þá yrði ég aldrei staðin að verki ef ég borðaði ekkert af áhuga. Mér tókst ætlunarverk mitt og engum tókst að troða ofan í mig osti. Hins vegar hafa kannski einhverjir í misskilningi haldið að lystarleysið hafi stafað af einhverju alvarlegra en fóbíu. Já fóbíur eru ólógískar og hallærislega. Ég fór í dag í fyrsta maí gönguna. Ég mætti óvart klukkan 12, mætti Steina Tík og dró hann með mér. Við héldum að við hefðum misst af göngunni og hlupum móð og másandi um öll Þingholtin í leit að skrúðgöngunni. Við gengum líka um allan bæinn í leit að upplýsingum. Við vorum líka ógeðslega fyndin og fórum inn á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og spurðum þau hvort þau vissu um kosningaskrifstofu vinstri - grænna! Þegar við gengum út af Sjálfstæðisflokksstofunni hitti ég Ernu íslenskukennara. Henni brá vissulega í brún við þessa sjón og hélt hún hefði komist að einhverjum óþægilegum sannleik um mig. Við fundum svo gönguna loks klukkan 13:30. Þá var bara helvíti gaman. Katrín hefur beðist afsökunar á að græta mig og ég hef hérmeð endurheimt mannorðið.
Comments:
Skrifa ummæli
|