Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ fimmtudagur, maí 22, 2003
Jæja ég er atvinnulaus í sumar. Mér finnst samt ofsalega hallærislegt og vitlaust að tala um atvinnuleysi hjá sautján ára stúlku í fullu námi og félagsstarfi. Sjálf mundi ég kjósa að kalla þetta sumarfrí en hann faðir minn á ansi bágt með að sammælast mér um það. Ekki það að ég vilji ekki fá vinnu í sumar, ég hef mikinn áhuga á því. Ég er bara ekki tilbúin til að gráta úr mér augun yfir því að vera ekki komin með vinnu. Einkunnirnar mínar voru bara framar vonum hjá mér. Ég féll ekki í neinu og fékk 8,9 í meðaleinkunn ef ég reikna þetta þannig að einkunnir fá mismikið vægi eftir einingafjölda (eins og ég held að verði reiknað til stúdentsprófs). En ef ég reikna þetta bara allt jafnt saman (og sleppi mætingareinkunn sem er einingalaus og upp á 9) þá fæ ég eitthvað um 8,8 út. Ef einhverjir íslenskukennarar kynnu hugsanlega að lesa þetta blogg þá vil ég þakka þeim bæði fyrir rausnarlega einkunnagjöf og veturinn. Þess má til gamans geta að Erna sem kenndi mér í íslensku tvöhundruð og þremur er bloggari og þekkir mömmu mína. Svo þegar ég fór á kaffihús með mömmu og kollegum hennar þá hitti ég einmitt Ernu. Mér fannst æði sérstök upplifun að hitta kennarann minn svona á kaffihúsi á milli þess sem hún las yfir prófið mitt og gaf mér einkunn. Fyrsta hugsunin mín var að sjálfsögðu:,,Hæ kennari sem átt eftir að gefa mér einkunn!" Nei nú lýg ég en ef ég væri persóna í bandarískri sápuóperu þá myndi þetta pottþétt gerast og ég mundi hugsa þetta með svona yfirrödd sem væri lesin inn á. Talandi um bandaríska þætti þá vil ég fordæma ensku 2034 sem ég var í á þessari önn. Nú skal það upplýst að ef krakkar sem á grunnskólaaldri hafa staðið sem með sóma í ensku fara í MH þá geta þeir valið hraðferðir í ensku og ekki gert rass með gati í tvær annir en samt fengið níu. Ofan á allt saman er þeim kennt að vera heiladauðir nemendur sem hafa ekkert betra að gera í skólanum en að horfa á vídjó, CIA þætti sem innihalda áróður fyrir bandaríska réttarkerfinu!!!!!! Það er líka gert ráð fyrir því að ef þú velur hraðferð þá þarft þú ekkert að læra nema að fylla inn í vinnubækurnar svona orð og orð (sem ekki allir gera og er vægast sagt ógleðilegt verkefni). Hinsvegar á allt að vera rosalega lifandi og það má ekki minnast á málfræði. Annars er Guðmundur Edgarsson, enskukennarinn minn, mjög skemmtilegur og mikill húmoristi, ég hef alls ekkert út á hann að setja. En hinsvegar er það staðreynd að ég hef langt í frá bætt mig í ensku, mér hrakar óðfluga, og er þá ekki bara best að kenna námsefninu og pólitísku ósætti um allar þess konar staðreyndir. Brandarablaðið verður gefið út í sumar og meira að segja líka í Danmörku. Alma Joensen bauðst til að sjá um þarlenda dreifingu! Ég viðraði þá ætlun mína í dag að gerast fyrirmyndarnemandi næsta haust sem lærir alltaf heima og fær tíu í öllu. Ég var heldur ósátt við viðbrögð viðmælenda minna sem gerðu lítið úr skýjaborgum mínum og töldu mig hafa allt of fátæklega einbeitingargáfu til þess. Það særði mig vægast sagt djúpt. Gleðilegt sumar og til hamingju með prófin!
Comments:
Skrifa ummæli
|