Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ miðvikudagur, maí 14, 2003
Jeremías og jólaskór Ég hef bara ekkert bloggað síðan á föstudaginn. Það er auðvitað einvörðungis út af prófunum og kosningunum. Ég er orðin svo ofboðslega meðvituð um samfélagið. Ég er orðin svo meðvituð að ég finn það á andlitsvöðvunum. Þegar ég geng fram hjá dópistum og öðrum lítilsmegandi á ferðum mínum í austurbænum þá horfi ég stíft áfram og herpi saman kjálkana. Ég gef líka öllum öðrum sem verða á vegi mínum stingandi augnaráð sem er toppað með ofboðslega hröðum gangi. Þetta látbragð er allt ætlað til þess að fólk sjái hvað ég er góð manneskja og klár. Ég hvet alla bloggara til að fara að mínu fordæmi. Ég fór í síðasta prófið mitt í dag. Það var svo mikill léttir að ég fékk alveg geysilegt spennufall. Ég kom við á bókasafninu á heimleiðinni og hitti þar konu sem ég þekki. Við fórum eitthvað að tala saman og allt í einu í miðju samtali byrja ég að hágrenja, alveg óútskýranlega. Konunni brá stórkostlega við þetta og fór með mig inn á bað til að þerra mín tár. Síðan fór ég á klósettið og þá hringdi mamma í mig. Ég varð af símans sökum heldur lengur á klósettinu en áætlað var. Þegar ég ætlaði að fara út bankaði hin velviljaða kona varlega á dyrnar og spurði hvort það væri eitthvað að. Ég held hún hafi haldið mig vera í einhvers konar sjálfsmorðshugleiðingum... Já nú stendur yfir atvinnuleit hjá mér líkt og mörgum öðrum. Ég er mikill asni í atvinnuleitarmálum enda hef ég aldrei sótt um vinnu fyrr en nú. Svona er að vera barn kapítalismans, manni er bara reddað og fær allt upp í hendurnar. Maður verður ekki hörkutól af því eins og sést á manni, aumingjanum!
Comments:
Skrifa ummæli
|