Sannar gubbusögur



MSN-ið mitt

Sindri
Maísól
Orri ofstuðlari
Daria
hóra
Katrin
Lára
Svandís
Anna og systur
Andri Ó
Gestur
Sandra
íslenskunemi
Elín
Dagur
Halla
Alma
Sverrir Joð
Patrekur 85
Patrekur 5
Ingi
Tobbi
bossabarn
Atli Viðar
bíólingur
bíóvin
tár hjartarins
mafían
Jakob
Þórdís
Þórdís frænka
Mitt malasíska heimilsfang:   
Ugla Egilsdottir  
c/o Mr Hakim B. Mansor  
no 12, Lorong m.p 1/12  
Manjong Point syeksyen 1   
32040 Sri Manjong,   
Perak Darul Ridzuan, Malaysia   
~ föstudagur, maí 02, 2003
 
Ég er að hlusta á Edith Piaf. Mikið rosalega er það skemmtilegt, La vie - L'amour. Einhvern vegin minnir þessi tónlist mig samt á Leoncie.
Núna finnst mér komið að því að óska sjálfri mér til hamingju með að vera hætt með aumingjablogg. Núna er blogg komið í fastan dagskammt hjá mér ófrávíkjanlega. Í gær til dæmis þurfti mamma að bíða eftir mér í klukkutíma, þegar við ætluðum til Ollu vinkonu hennar, á meðan ég bloggaði. Því miður strokaðist allt út við einhvern linkagjörninginn svo ég varð að skrifa það allt upp aftur þegar við komum heim um kvöldið. Þá var ég dauðþreytt en af biturri reynslu hef ég lært að bloggið verður að ganga fyrir öllu, annars missir maður vini sína.
Talandi um flugur
Einu sinni sem oftar var ég í sumarbústað Landsvirkjunar með vinkonu minni. Eitt kvöldið vorum við að æfa frístæl dans eða e-ð svoleiðis í þvottahúsinu og gleymdum að loka litlum glugga og slökkva eitt ljós áður en við fórum að sofa. Þetta var mjög stór sumarbústaður, eiginlega frekar einbýlishús. Það var risastofa, svalir, eldhús, þvottahús inn af eldhúsinu, andyri þvottahússmegin. Svo voru 5 herbergi, sjónvarpshol og andyri þeim megin. Við vöknuðum óvenju snemma og ætluðum að fara að synda í Úlfljótsvatni en þegar við komum fram blasti við okkur heldur ógnvekjandi sjón. Eldhúsið, þvottahúsið, bæði andyrin og holið voru þakin sofandi flugum, 7 sentimetra lag á gólfunum svo sást ekki í annað og flugur upp um alla veggi. Við fylltumst mikillar hræðslu og byruðum að týna upp flugur heldur ómarkvisslega. Síðan vaknaði mamma stelpunnar og fékk sjokk. Henni varð á orði að þetta minnti hana á atriði úr einhverri fuglahryllingsmynd. Þetta líður mér seint úr minni.
Fleiri skemmtilegar fóbíur
Einu sinni mátti ekki koma við mig hægra megin, þá fékk ég taugaáfall og viðkomandi þurfti vinsamlegast að lemja mig töluvert fastar vinstra megin. Þetta gilti um alla hægri hliðina frá toppi til táear og ég var mjög nákvæm í útreikningunum. Ég varð líka alltaf að sitja þannig í skólastofum að stallsystkini mín sátu vinstra megin við mig og ég varð líka að ganga þannig. Þetta var heilagur sannleikur og Íris, fyrrverandi vinkona mín, átti orðið erfitt með að ganga hægra megin við fólk vegna þess hve vön hún var orðin að ganga vinstra megin við mig. En þetta varð til dæmis til þess að ég átti mjög erfitt með að fara upp úr baði, mér fannst alltaf eins og það væri meira vatn hægra megin og ég varð alltaf að skvetta meira vatni á vinstri hliðina svo ég var mjög lengi að verða þurr. Ég var líka með stærðfræðikennslukonu sem tók alltaf í hægri öxlina á mér þegar hún var að hjálpa mér með dæmi. Þá hörfaði ég alltaf frá og henni fannst það örugglega grunsamlegt. Þá þoldi hún mig ekki. Hún húðskammaði mig þegar ég var ekki búin að læra heima á meðan sessunautum mínum var hlíft algjölega við skömmum eftir sömu afbrot. Loksins tók ég upp á því að biðja hana að taka frekar í vinstri öxlina út af fóbíunni. Hún tók mjög vel í það og eftir það var hún mjög skemmtileg. Einu sinni,stuttu eftir þetta, var hún eitthvað að benda mér á hversu illa ég skipulagði stærðfræðiblöðin og sagði að ég þyrfti að fá mér möppu. Þarna bjóst ég við skömmum eins og venjulega en hún sagði bara:,,Heyrðu, ég skal bara gefa þér möppu". Og svo gaf hún mér möppu. Ég og samnemendur mínir horfðum agndofa á þessa nýju framkomu kennarans við mig. Það borgar sig að vera með fóbíur!
Núna finnst mér að sumir ættu að setja mig aftur á linkalistann sinn og sumir ættu að setja mig í Hall of fame vegna þess að ég er enginn aumingjabloggari lengur!
Comments: Skrifa ummæli

Powered By Blogger TM