Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ föstudagur, maí 23, 2003
Einhver djöfulsins framsóknarbloggari á eftir að lenda í ofsóknum mínum. Í einhverju vafrinu lenti ég á framsóknarsíðu Ólafs Björnssonar. Hann heldur víst uppi e-i undirsíðu á bloggi sínu þar sem hann telur upp frægt fólk sem hann hefur séð á förnum vegi og gefur þeim einkunn. Davíð Oddsson var meðal annarra talinn upp og fékk átta í einkunn fyrir guðmávitahvað. En af einhverjum ástæðum taldi Ólafur mig í þessum frækna hópi en sá sér ekki fært að gefa mér meira en sex komma fimm í einkunn: Frægt fólk sem ég hef séð - L (50) Ugla Egilsdóttir leiklistarfurðuverk tekur þristinn á morgnana. Hún er nýbyrjuð á þessum ósið og Guð hjálpi henni. Hún er nú bara nokkuð eðlileg til fara en er alltaf lesandi einhverjar rauðu seríu bækur og er ábyggilega á móti virkjun. Owlí fær 6.5 Ég er sármóðguð! SEX KOMMA FIMM. Ekki mundi ég vilja sjá þetta á einkunnaspjaldi. Ég veit ekki hvernig ég á að túlka þessa einkunn. Annað hvort er þessi maður ekki vanur góðum einkunnum í skóla eða að ég þarf að taka hann á teppið. Ég kvartaði að sjálfsögðu í gestabók mannsins og bað einnig vægðar til handa Kolbrúnu Halldórsdóttur sem ekki fékk meira en einn.
Comments:
Skrifa ummæli
|