Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ miðvikudagur, apríl 30, 2003
Já en ekki mjá! Ég fór í tvö próf í morgun, reyndar bara munnleg próf svo það er ekki svo voðalegt, í frönsku 203 og spænsku 103. Ég er í p-áfanga í frönsku sem er mjög ósniðugt því að þá mætir maður ekki í neina tíma heldur mætir bara í próf endrum og eins. Ég er mjög mótfallin p-áföngum og líka hraðferðum, en til ennfrekari marks um einurð mín í hugsjónum þá er ég einmitt í tveimur hraðferðum og, eins og ég sagði áðan, einum p-áfanga. Þetta, sem og erfiðleikar mínir við að velja hvaða áfanga ég á ekki að taka, varð til þess að ég er að taka allt of margar einingar miðað við aldur og fyrri störf, það er fyrri reynslu mína í sambandi við heimanám og skipulagningu. Annars er búið að vera rosalega gaman í skólanum í allan vetur. Það eina sem ég hef út á námið að setja er hversu oft við erum látin horfa á einhverja CIA sanna morðþætti með miklum hræðsluáróðri í sumum tímum. Fyrir utan allt áróðursgildi þessara þátta þá finnst mér bara einhvern veginn of mikið að horfa á vídjó í öðrum hverjum tíma. Ég fæ illt í hausinn af því og sljóvgast töluvert, það er ekki gaman!
Comments:
Skrifa ummæli
|