Sannar gubbusögur
|
||
Sindri Maísól Orri ofstuðlari Daria hóra Katrin Lára Svandís Anna og systur Andri Ó Gestur Sandra íslenskunemi Elín Dagur Halla Alma Sverrir Joð Patrekur 85 Patrekur 5 Ingi Tobbi bossabarn Atli Viðar bíólingur bíóvin tár hjartarins mafían Jakob Þórdís Þórdís frænka |
Mitt malasíska heimilsfang:
Ugla Egilsdottir c/o Mr Hakim B. Mansor no 12, Lorong m.p 1/12 Manjong Point syeksyen 1 32040 Sri Manjong, Perak Darul Ridzuan, Malaysia ~ miðvikudagur, apríl 30, 2003
Í dag var síðasti skóladagurinn minn sem nýnemi í MH. Það gerðist einu sinni að við í Brandarablaðinu auglýstum eftir pennum í blaðið. Við auglýstum hátt og lágt og markvisst. Afskaplega margir höfðu samband og lýstu yfir áhuga sýnum. Við vorum rosalega ánægðar með viðbrögðin og við byrjuðum að reikna út hversu marga penna við höfðum þegar fengið og hversu marga penna okkur vantaði ef við ætluðum að gefa út c.a. 80 eintök af Brandarablaðinu. Eftir mikla skipulagningu og mikinn reikning hafði okkur loks reiknast svo til að við fengjum nægilega marga penna fyrir öll blöðin. Eins og gefur að skilja hefðum við ekki getað séð um að gefa alla pennana úr eigin pennaveski, því við áttum einfaldlega ekki svona marga penna. Þegar við vorum búnar að skrifa alla brandarana fórum við að innheimta penna. Þá hrukku sjálfboðaliðarnir í kút og sögðust bara alls ekki hafa ætlað að gefa okkur penna heldur höfðu þeir frekar séð þetta fyrir sér þannig að þeir ættu að skrifa einhverja brandara. Þetta var að sjálfsögðu alrangt og algjör mistúlkun á auglýsingunum okkar. Við urðum kolbrjálaðar og hótuðum að kæra þessa sjálfboðaliða fyrir samningsbrot, þá gáfu þeir okkur allir penna og við gátum látið penna fylgja með hverju einasta eintaki blaðsins.
Comments:
Skrifa ummæli
|