Sannar gubbusögur



MSN-ið mitt

Sindri
Maísól
Orri ofstuðlari
Daria
hóra
Katrin
Lára
Svandís
Anna og systur
Andri Ó
Gestur
Sandra
íslenskunemi
Elín
Dagur
Halla
Alma
Sverrir Joð
Patrekur 85
Patrekur 5
Ingi
Tobbi
bossabarn
Atli Viðar
bíólingur
bíóvin
tár hjartarins
mafían
Jakob
Þórdís
Þórdís frænka
Mitt malasíska heimilsfang:   
Ugla Egilsdottir  
c/o Mr Hakim B. Mansor  
no 12, Lorong m.p 1/12  
Manjong Point syeksyen 1   
32040 Sri Manjong,   
Perak Darul Ridzuan, Malaysia   
~ laugardagur, mars 08, 2003
 
Í gær fór ég ekki á tónleika í Norðurkjallara(Norðurkjallari er víst stolt og goðsögn okkar mh-inga). Mér var sagt fyrirfram að það yrði mjög skemmtilegt en mamma beitti mig andlegum þrýstingi til fara frekar með henni til vinkonu sinnar. Það var hreint rosalega gaman, við lentum í alveg rosalega uppbyggilegum samræðum eins og oft. Þar var mér tjáð að ég væri orðin svokallaður aumingjabloggari og þess vegna ætla ég að vera duglegri hér eftir. Mamma og Svandís eru að koma á fót háleynilegu verkefni sem er að kenna leikskólabörnum skrilljón tungumál. Mikið finnst mér það sniðugt og skemmtilegt.
Hei en skoh, ég er að fara að keppa í Mortar, sem er innanskólaræðukeppni í mh. Það verður ógeðslega gaman.
Í gær var ég úti að skokka með sjefferhundana mína tvo þegar maður um áttrætt (sem var líka úti að skokka) gubbaði yfir annan hundinn minn. Ég var alls ekki svo hress með það og bað manninn um að sýna smá virðingu. Maðurinn gaf mér hinsvegar langt nef og sendi fokkjúmerki á meðan hann sparkaði í ljósastaur. Hann sparkaði í ljósastaurinn af svo mikilli hörku að ljósaperan datt af . Þegar hann sá hverju ég hafði orðið vitni að hljóp hann á fleygiferð burt frá okkur. En við vorum snör í snúningum og hundurinn minn, sem var útataður í gubbi, beit tvo putta af gamla manninum. Ég hoppaði ofan á maganum á honum og hló hressilega. Ég hélt fyrirlestur yfir honum:,,Það á sýna börnum landsins virðingu, Ykkar fyllirí - okkar þynnka, verndum almannaeignir....." En maðurinn fór að hágrenja. Mér fannst það heldur væskilslegt af honum, en togaði hann þó upp á tvo fætur. Reyndar sparkaði ég aðeins í rassinn á honum um leið, en bara til að hressa hann við. Hann fór í burtu og við skokkuðum áfram heim. Ég setti gubbhundinn í bað og gaf báðum hundamat. Á meðan ég var að þessu dúlleríi var bankað á útidyrahurðina. Þar fyrir stóð landlæknir og tveir lögregluþjónar með kæru. Gamli maðurinn hafði þá kært mig fyrir fullorðinsverndarnefnd. Nú var ég neydd til að skilja hundana mína eftir á meðan ég var í varðhaldi, hélt ég. Mér var þó sleppt gegn mútum samdægurs. Ég þakka forsjóninni fyrir það.
Þetta var nú ansi skrýtið sem henti mig og svona lagað hefur aldrei gerst áður.
Blaðið mitt, Brandarablaðið, er í stríði við Fréttapésa;John. Fréttapési er svona lítið blað sem á að koma einu sinni í mánuði út í skólanum. Það kom einmitt út síðasta miðvikudag. Í því stóð meðal annars:,,John mælir ekki með(.......)Brandarablaðinu,(.....) að fólk fari í handahlaup á Matgarði. Þessu var beint til mín og ég gerði, að sjálfsögðu, mikið drama út úr því. Ég vissi bara hver einn útgefandanna var, svo ég lét vini mína benda mér á hina. Ég stóð svo lengi og benti á þá, eins auðsjáanlega og ég gat. Síðan sá ég einhvern vera að útdeila pésanum. Ég gekk drambslega að honum og spurði hann hátíðlega: ,,Heitir ÞÚ Bóas". Þegar hann jánkaði því gekk ég í burtu án frekari útskýringa eða málalenginga. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var kúl! Stuttu eftir þetta atvik kom einn meðlima Fréttapésa til mín með þrist og bauð mér hann í sáttargjöf. Hann sagðist vera að biðja mig, formlega, afsökunar. Ég mátti fá þristinn ef það yrðu engir eftirmálar af þessu. Ég neitaði að taka við þessum mútum og lýsti formlega yfir stríði milli blaðanna tveggja.

gleðilega nóttina!
Comments: Skrifa ummæli

Powered By Blogger TM